Uggarnir hverfa af vélarhúsinu

Ugginn er stór og áberandi sem stendur upp úr vélarhúsi …
Ugginn er stór og áberandi sem stendur upp úr vélarhúsi Mercedesbílanna. AFP

Uggarnir upp úr vélarhúsi formúlubílanna - stundum nefndir hákarlsuggar - munu ekki sjást á næsta ári.

Skoðanir  hafa verið skiptar um ágæti vængjanna en mörgum finnst þeir gefa bílunum fremur ljótan svip. Unnendur formúlunnar mótmæltu ugganum hástöfum sem lýti á bílunu.

Á vettvangi formúlunnar hefur málið verið til umræðu og snemma árs samþykktu liðin að uppræta þá. Með tímanum áttuðu fjáröflunarmenn liðanna sig á því að í uggunum hefðu þeir ágætis og áberandi pláss á bílunum til að selja undir auglýsingar.

Draumar peningamannanna rætast ekki og sá McLarenliðið fyrir því. Það vildi að upphafleg samþykkt formúlustjóra að banna uggann frá vertíðarlokum. Ekki væri stætt á því að nota uggana ef þeir gerðu ekkert annað gagn en að vera auglýsingaskilti.

Uggar upp úr vélarhúsinu birtust fyrst 2008 en notkun þeirra var hætt eftir vertíðina 2011, eða allt þangað til þeir birtust að nýju í ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert