Gunnar Heiðar skoraði í tapleik gegn Sporting

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad þegar liðið tapaði, 2:1, fyrir portúgalska liðinu Sporting Lissabon í fyrri leik liðanna í 1. umferð UEFA-bikarsins í knattspyrnu í gærkvöldi. Gunnar Heiðar kom sínum mönnum yfir með marki úr vítaspyrnu á 43. mínútu en Portúgalirnir jöfnuðu á lokamínútu fyrri hálfleiks og gerðu svo út um leikinn tveimur mínútum eftir hlé.

*Grétar Rafn Steinsson lék sinn fyrsta leik fyrir hollenska liðið AZ Alkmaar þegar liðið tapaði á útivelli fyrir rússneska liðinu Krylya Sovietov, 5:3. Grétar lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar og nældi hann sér í gult spjald.

*Vålerenga stillti upp hálfgerðu varaliði á heimavelli gegn Steuaa Búkarest og fyrir vikið steinlá liðið, 3:0. Árni Gautur Arason var einn lykilmanna Vålerenga sem sat á bekknum. Ástæða þess að Kjetil Rekdal, þjálfari Vålerenga, ákvað að stilla upp minni spámönnum var sú að mikil leikjatörn er fram undan hjá liði hans en það er í harðri baráttu við Start um meistaratitilinn.

*Kristján Örn Sigurðsson lék allan leikinn fyrir Brann sem tapaði á heimavelli Lokomotiv Moskva, 2:1. Ólafur Örn Bjarnason lék ekki með Brann vegna meiðsla.

*Indriði Sigurðsson var ekki með Genk vegna meiðsla þegar lið hans gerði 2:2 jafntefli við Litex Lovech í Búlgaríu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert