Barcelona lagði Getafe - Eiður kom ekkert við sögu

Alfonso Perez Burrull dómari vísar Ronaldhino af velli í kvöld.
Alfonso Perez Burrull dómari vísar Ronaldhino af velli í kvöld. Reuters

Barcelona sigraði Getafe, 1:0, í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld og komst með sigrinum upp að hlið Real Madrid í efsta sæti. Bæði lið hafa 72 stig en Sevilla er með 67 stig og á leik til góða. Ronaldinho skoraði sigurmarkið á 3. mínútu leiksins en hann var síðan rekinn af velli fyrir að sparka í mótherja á 40. mínútu. Eiður Smári Guðjohnsen var á varamannabekknum en fékk ekki að spreyta sig í leiknum.

Tvær umferðir eru eftir af deildinni. Real Madrid á eftir að leika gegn Real Zaragoza á útivelli og Mallorca á heimavelli en Barcelona tekur á móti Espanyol í næst síðustu umferðinni og sækir síðan Gimnastic heim í lokaumferðinni. Verði Real Madrid og Barcelona jöfn að stigum hampar Madridarliðið titlinum þar sem það hefur betur í innbyrðisviðureignum liðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert