Sköpuðum okkur ekki nógu mörg færi

Eyjólfur og Bjarni aðstoðarþjáflari hans.
Eyjólfur og Bjarni aðstoðarþjáflari hans. Ásdís Ásgeirsdóttir

„Þetta er mikil vonbrigði. Við sköpuðum okkur ekki nógu mikið af færum og við hefðum þurft að gera miklu betur til að vinna þetta lið. Það var jafnræði með liðunum og það voru einhver hálffæri sem komu á báða bóga,“ sagði Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari eftir 1:1 jafntefli Íslands og Liechtenstein í undankeppni EM á Laugardalsvelli í dag.

Hann sagðist ánægður með ungu strákana sem komu inn á í leiknum en sóknarleikurinn hafi verið höfuðverkurinn að þessu sinni. „Við ætluðum að skapa okkur mikið af færum en það tókst ekki. Við héldum boltanum mjög illa og náðum ekki að þrýsta neitt á þá,“ sagði þjálfarinn. Spurður hvort hann hefði íhugað stöðu sína sem landsliðsþjálfari sagði hann svo ekki vera og hann væri ekki í þeim hugleiðingum að segja af sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert