Grindavík og Fjölnir upp og Njarðvík bjargaði sér af hættusvæðinu

Fjölnismenn fagna marki.
Fjölnismenn fagna marki. Árni Torfason

Fjölnir og Grindavík eru kominn upp í Landsbankadeild karla í knattspyrnu þó ein umferð sé enn eftir af 1. deildinni. Bæði lið unnu sína leiki í dag og tryggðu sæti sitt í efstu deild. Njarðvík bjagaði sér af hættusvæðinu með góðum sigri á Fjarðabyggð. Eyjamenn eygja enn von um sæti í efstu deild en þurfa þá að vinna Fjölni í síðustu umferðinni og treysta á að Reynir vinni Þrótt.

Baráttan á botnin er líka spennandi því þar er Reynir með 16 stig en KA með 19 eftir að hafa lagt Leikni R. með marki á síðustu andartökum leiksins í dag. Reynismenn eru því líklegastir til að falla en þeir eiga Þrótt í síðustu umferð á meðan KA mætir Þór og freistar þess að komast upp fyrir nágranna sína.

Úrslit leikjanna í dag:br> Þróttur - ÍBV 1:2
Grindavík - Reynir 6:0
Fjölnir - Þór 2:0
Njarðvík - Fjarðabyggð 3:0
Víkingur Ó - Stjarnan 0:0
KA - Leiknir R. 1:0

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert