Eyjólfur ekki búinn að ákveða hvort Eiður byrji inná

Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði.
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari og Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirliði. Golli

Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari hefur ekki tekið ákvörðun hvort Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliðinu gegn Lettum á Laugardalsvellinum á morgun.

,,Eiður hefur æft vel og það hefur verið fín keyrsla á honum. Ég er hins vegar að velta því fyrir mér hvort það sé betra fyrir okkur að hann byrji inná eða komi inná," sagði Eyjólfur við mbl.is.

,,Þetta er síðasti heimaleikurinn og við ætlum að verða landi og þjóð til sóma. Við viljum halda því góða verki áfram sem við höfum verið að gera í síðustu leikjum, það er spila góðan varnarleik og spila sem ein sterk liðsheild. Ég hef ekki gert upp hug minn hvort við spilum leikkerfið 4:4:2 eða 4:3:3 en menn verða tilbúnir í hvort leikkerfið sem við spilum og eins undirbúnir undir það að Lettarnir pressi okkur framarlega eða liggi aftarlega á vellinum," sagði Eyjólfur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert