Áhorfendur fá ekki að mæta á leik Atalanta og AC Milan

Áhorfendur brutu sér leið í gegnum öryggisgler á Atleti Azzurri …
Áhorfendur brutu sér leið í gegnum öryggisgler á Atleti Azzurri d'Italia leikvellinum. Reuters

Íþróttadómstóll á Ítalíu hefur úrskurðað að leikur Atalanta og AC Milan í efstu deild, verði leikinn að nýju, en áhorfendur fá ekki að styðja baki við sín lið á þeim knattspyrnuviðburði.

Leiknum var hætt eftir aðeins 7 mínútur þann 11. nóvember s.l. vegna óláta áhorfenda. Á þeim tíma bárust fregnir af því lögreglumaður hafði skotið stuðningsmann Lazio. Stuðningsmenn Atalanta brutust í gegnum öryggisgler sem skilur áhorfendur frá leikvellinum og ruddust þeir inn á völlinn. Ivan Ruggeri forseti Atalanta segir að dómnum verði ekki áfrýjað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert