Tomasson skellti Börsungum

Marcos Senna fagnar marki sínu gegn Barcelona.
Marcos Senna fagnar marki sínu gegn Barcelona. Reuters

Villareal gerði sér lítið fyrir og lagði Barcelona, 2:1, á Nou Camp í Barcelona í spænsku knattspyrnunni í kvöld. Marcos Senna skoraði fyrir Villareal úr vítaspyrnu um  miðjan fyrri hálfleik en Xavi jafnaði fyrir Börsunga á 67. mínútu. Danski landsliðsmaðurinn Jon Dahl Tomasson tryggði Villareal sigur með marki á 81. mínútu. 

Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum en hann var í leikmannahópnum. Barcelona er nú 8 stigum á eftir Real Madrid sem er í efsta sæti deildarinnar með 62 stig en Barcelona er með 54 stig. 

Staðan í deildinni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert