Lazorik til reynslu hjá Breiðabliki

Blikar deila við dómarann í leik liðsins á síðustu leiktíð.
Blikar deila við dómarann í leik liðsins á síðustu leiktíð. mbl.is/Brynjar Gauti

Rastislav Lazorik, knattspyrnumaður frá Slóvakíu, æfir þessa dagana með úrvalsdeildarliði Breiðabliks. Hann er á kunnuglegum slóðum því Lazorik lék með Breiðabliki 1994 og 1995 og síðan með Leiftri í þrjú ár og KA í eitt ár. Undanfarin ár hefur hann leikið í grísku 3. deildinni en spilaði þó veturinn 2005–2006 þrjá leiki með Levadiakos í efstu deildinni í Grikklandi.

„Lazorik er fluttur til landsins og virðist í ágætu standi, enda aðeins tveir mánuðir síðan hann spilaði síðast í Grikklandi. Við sjáum til hvernig hann kemur út hjá okkur, hann myndi örugglega auka hjá okkur breiddina en það hefur engin ákvörðun verið tekin um hvort honum verði boðinn samningur,“ sagði Ólafur H. Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, við Morgunblaðið í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert