Ronaldo í útistöðum við klæðskiptinga

Brasilíumaðurinn Ronaldo, framherji ítalska knattspyrnuliðsins AC Milan, var yfirheyrður af lögreglu í Brasilíu á mánudag vegna atviks sem kom upp á mótelherbergi aðfaranótt mánudags. Ronaldo lenti þar í útistöðum við þrjá klæðskiptinga sem hann taldi að væru konur.

Samkvæmt heimildum AP-fréttastofunnar segir Ronaldo að þeir aðilar sem staddir voru í herberginu hafi ætlað að beita hann fjárkúgun og segja fjölmiðlum frá þessum atburði.

Carlos Augusto Nogueira, rannsóknarlögreglumaður í Brasilíu, segir að leikmaðurinn hafi viðurkennt að hann hafi ætlað að greiða fyrir þá þjónustu sem honum stóð til boða á mótelherberginu.

„Hann reyndi ekki að leyna neinu og hann telur sig ekki hafa brotið nein lög. Hann hafði aðeins áhuga á að skemmta sér,“ segir  Nogueira við AP. Málið er enn í rannsókn hjá lögreglu en Nogueira segir að deilur hafi komið upp þegar Ronaldo áttaði sig á því að þeir þrír aðilar sem voru með honum á herberginu voru karlmenn en ekki konur eins og hann taldi í fyrstu.

Ronaldo meiddist illa á hné í febrúar s.l. og hefur hann verið í sjúkrameðferð eftir aðgerð sem framkvæmd var skömmu eftir að hann meiddist. Framherjinn hefur þrívegis verið kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA og tvívegis var hann í heimsmeistaraliði Brasilíu.


Klæðskiptingurinn Carla gengur fram hjá blaðamönnum inn á lögreglustöð í …
Klæðskiptingurinn Carla gengur fram hjá blaðamönnum inn á lögreglustöð í Rio í dag. Reuters
Andre Luis Ribeiro Albertino, sem kallar sig Andreia Albertine.
Andre Luis Ribeiro Albertino, sem kallar sig Andreia Albertine. Reuters
Ronaldo.
Ronaldo. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert