Vill hærri „þröskuld“

Sepp Blatter forseti FIFA hefur í mörg horn að líta.
Sepp Blatter forseti FIFA hefur í mörg horn að líta. Reuters

Sepp Blatter, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, segist vilja freista þess að gera mönnum erfiðara fyrir að skipta um ríkisborgararétt og fá keppnisrétt með nýju landsliði.

 Hann segist hafa áhyggjur af því hversu auðveldlega menn geta skipt um ríkisfang og segir að ef svo haldi fram sem horfi með knattspyrnumenn gæti helmingur þeirra sem keppa á heimsmeistaramótinu í Brasilíu árið 2014, verið brasilískir knattspyrnumenn.

„Ég held að við verðum að reyna að hækka þröskuldinn aðeins,“ segir Blatter og bendir á að yfir 1.000 brasilískir atvinnuknattspyrnumenn leiki í öðrum löndum en heimalandi sínu.

FIFA ætlar að biðja aðildarsambönd sín um að íhuga reglur um að menn hafi búið í fimm ár í landinu áður en þeir geti leikið landsleiki fyrir viðkomandi land.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert