Hafa áhyggjur af vellinum í Moskvu

Unnið við að leggja grasið.
Unnið við að leggja grasið. Reuters

Þeir sem sáu um að leggja nýtt gras á Luzhniki leikvanginn í Moskvu, þar sem Manchester United og Chelsea mætast í úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld, hafa áhyggjur af vellinum.

Englendingurinn Matt Frost, sem hafði yfirumsjón með að leggja nýtt gras á völlinn fyrir fimmtán dögum síðan viðurkennir að hann hafi vissar áhyggjur. „Völlurinn er alveg boðlegur en þetta eru mikil persónuleg vonbrigði fyrir mig,“ segir hann og bæti við að hlutirnir hafi ekki gengið eins og hann hafði vonast til.

Gamla gervigrasið var rifið af vellinum eftir að Englendingar léku þar við Rússa í október og nýtt gras lagt á völlinn. Sérfræðingar voru ekki ánægðir með hvað völlurinn var ósléttur og því var ákveðið að fá gras frá Slóvakíu og leggja á hann aftur.

Frost sagði fyrir rúmri viku að þetta yrði „Rolls-Royce knattspyrnuvallanna“ en það mistókst og hann er vonsvikinn með það. Hann segir þó að völlurinn sé allt í lagi, en ekki eins góður og hann hefði viljað hafa hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert