ÍBV með fullt hús stiga

Guðmundur Atli Steinþórsson hjá Fjarðabyggð og Þórarinn Ingi Valdimarsson hjá …
Guðmundur Atli Steinþórsson hjá Fjarðabyggð og Þórarinn Ingi Valdimarsson hjá ÍBV eigast við í leiknum í kvöld. mbl.is/Sigfús Gunnar

ÍBV heldur sínu striki í 1. deild karla í knattspyrnu en liðið sigraði Fjarðabyggð, 3:0, í Vestmannaeyjum. Fjarðabyggð hafði fyrir leikinn unnið tvo leiki og gert tvö jafntefli en þetta var fyrsti ósigur liðsins. ÍBV er með fullt hús stiga eftir fimm umferðir og liðið á enn eftir að fá á sig mark.

Mörk ÍBV: Bjarni Rúnar Einarsson  42.,  Andri Ólafsson 49., Augustine Nsumba 50.        

Sævar Þór Gíslason tryggði Selfoss, 3:1, sigur gegn Haukum á útivelli. Henning Jónasson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Selfoss á 20. mínútu en Hilmar Trausti Arnarsson jafnaði fyrir Hauka á 82. mínútu. Sævar tók sig til og skoraði tvívegis á síðustu 7 mínútum leiksins. 

Jóhann tryggði KS/Leiftri jafntefli  

Jóhann Örn Guðbrandsson tryggði KS/Leiftri stig með marki á 90. mínútu gegn Víkingum úr Reykjavík. Ivan Milenkovic kom Víkingum yfir á 60. mínútu en Jóhann skoraði jöfnunarmarkið rétt fyrir leikslok. Það hefur gengið illa hjá Víkingum það sem af er tímabilinu en liðið féll úr Landsbankadeildinni s.l. haust.  

Stjarnan gerði góða ferð norður á Akureyri þar sem liðið sigraði Þór, 3:0. Þorvaldur Árnason skoraði í fyrri hálfleik en Ellert Hreinsson og Daníel Laxdal skoruðu fyrir Stjörnuna í þeim síðari.     

Njarðvík vann sinn fyrsta sigur og lagði KA, 1:0, með marki Frans Elvarssonar.

Leiknir R. fékk sitt fyrsta stig með 0:0 jafntefli gegn Víkingi frá Ólafsvík í Breiðholtinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert