Þjálfari og leikmaður ÍA í löng keppnisbönn

Haraldur S. Magnússon, þjálfari meistara- og 2. flokks kvenna hjá ÍA í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í keppnisbann til áramóta og Karitas Hrafns Elvarsdóttir, leikmaður ÍA, í bann til 15. október.

Haraldur tefldi Karitas fram í leik með 2. flokki ÍA/Aftureldingar gegn Haukum á Íslandsmótinu þann 26. maí. Nafn hennar var ekki á leikskýrslu en hún er fædd árið 1988 og því of gömul til að leika með 2. flokki. Karitas er leikmaður með meistaraflokki kvenna hjá ÍA.

Þeim Haraldi og Karitas er óheimil þátttaka í öllum opinberum mótum á vegum KSÍ það sem eftir er á þessu keppnistímabili, og Haraldi til áramóta. Knattspyrnudeild ÍA var jafnframt sektuð um 30 þúsund krónur vegna málsins.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ komst að þessari niðurstöðu á fundi sínum í gær. Sjá nánar hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert