Arnar og Bjarki taka við þjálfun ÍA

Arnar Gunnlaugsson í leik með FH gegn Fylki á dögunum.
Arnar Gunnlaugsson í leik með FH gegn Fylki á dögunum. mbl.is/hag

Tvíburabræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir taka við þjálfun ÍA af Guðjóni Þórðarsyni og stýra því út leiktíðina. Arnar sagði í samtali við fréttavef Morgunblaðsins að þeir myndu skrifa undir samning nú seinnipartinn og stjórna æfingu liðsins í kvöld.

„Þetta er erfitt verkefni sem við erum að taka að okkur en um leið mikil áskorun. Við vitum að það er fótboltaleg geta í liðinu og vonandi tekst okkur að snúa blaðinu við,“ sagði Arnar.

Arnar og Bjarki munu samhliða þjálfuninni spila með liðinu en væntanlega fá þeir ekki að taka þátt í leik liðsins um næstu helgi en þá taka Skagamenn á móti FH-ingum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert