Magnús tryggði Blikum sæti í undanúrslitum

Blikar og Keflvíkingar gerðu jafntefli, 2:2, í fjörugum deildaleik fyrr …
Blikar og Keflvíkingar gerðu jafntefli, 2:2, í fjörugum deildaleik fyrr í sumar. mbl.is/hag

Breiðablik sigraði Keflavík, 3:2, í hörkuleik í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu, VISA-bikarsins, á Kópavogsvelli í kvöld. Magnús Páll Gunnarsson skoraði sigurmarkið skömmu fyrir leikslok.

Jóhann Berg Guðmundsson skoraði tvö fyrri mörk Blika en Guðjón Árni Antoníusson og Guðmundur Steinarsson svöruðu fyrir Keflavík.

Nettenging í Kópavogi var í ólagi í kvöld þannig að textalýsingin var ekki jafn nákvæm og venja er.

Byrjunarlið Blika: Casper Jacobsen - Kristinn Jónsson, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Srdjan Gasic, Finnur Orri Margeirsson - Nemad Zivanovic, Arnar Grétarsson, Guðmundur Kristjánsson, Nenad Petrovic - Jóhann Berg Guðmundsson, Marel Baldvinsson.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Guðjón Árni Antoníusson, Kenneth Gustafsson, Nicolai Jörgensen, Guðmundur Steinarsson, Símun Samuelsen, Magnús Þorsteinsson, Einar Orri Einarsson, Patrik Redo, Hallgrímur Jónasson, Hólmar Örn Jónsson.

Breiðablik 3:2 Keflavík opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert