Zenit vann Stórbikar Evrópu

Danny fagnar sigurmarki sínu í kvöld fyrir Zenit.
Danny fagnar sigurmarki sínu í kvöld fyrir Zenit. Reuters

Rússneska liðið Zenit frá St Pétursborg vann í kvöld Stórbikar Evrópu þegar liðið lagði Evrópumeistara Manchester United, 2:1, í uppgjöri sigurliða Evrópumóta félagsliða á síðustu leiktíð. Leikurinn fór fram í Mónakó og voru Rússarnir einu marki yfir í hálfleik með marki  frá Pavel Pogrebniak á 44. mínútu.

Portúgalinn Miguel Danny bætti öðru marki við fyrir Zenit á 59. mínútu eftir að hafa leikið varnarmenn Manchester United grátt. Nemanja Vidic klóraði í bakkann fyrir Manchester United á 73. mínútu en lengra komust hann og félagar hans ekki. Paul Scholes var síðan rekinn af leikvelli skömmu fyrir leikslok þegar hann fékk sitt annað gula spjald í leiknum. Það fékk hann fyrir að smassa boltann eins og reyndur blakmaður í mark Zenit eftir fyrirgjöf frá Wes Brown.

Zenit er fyrsta rússneska liðið til þess að vinna Stórbikar Evrópu. 


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert