Menn Ólafs njósna um mótherjana

Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga.
Kristján Guðmundsson þjálfari Keflvíkinga. mbl.is

Aðstoðarmenn Ólafs Jóhannessonar þjálfara karlalandsliðsins í knattspyrnu verða á faraldsfæti um helgina en Ólafur fékk fjóra valinkunna menn með sér í lið í vor, Willum Þór Þórsson, Kristján Guðmundsson, Leif S. Garðarsson og Rúnar Kristinsson til njósna um andstæðinga Íslands í undankeppni HM sem hefst um næstu helgi.

Willum tók að sér að kortleggja Hollendinga, Kristján lið Makedóníu, Leifur lið Skota og Rúnar Norðmennina.

Þeir Leifur og Kristján halda til Makedóníu á morgun og fylgjast með leik Makedóna og Skota sem fram fer í Skopje á laugardag og Leifur verður svo áfram eftir í Skopje og sér leik Makedóníu og Hollands sem fram fer á miðvikudag í næstu viku.

Willum Þór verður í Eindhoven í Hollandi á laugardag og fylgist með vináttuleik Hollendinga og Ástrala en Hollendingar sitja yfir í riðlinum. Íslendingar mæta Hollendingum ytra í næsta mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert