Guðni Rúnar: Gaman að taka þátt í þessu ævintýri

Stjörnumenn fagna sætinu í úrvalsdeild karla eftir sigurinn á Haukum …
Stjörnumenn fagna sætinu í úrvalsdeild karla eftir sigurinn á Haukum í dag. mbl.is/Frikki

,,Þetta gekk eins og í sögu og það var gaman að fá að taka þátt í þessu ævintýri," sagði hinn leikreyndi Guðni Rúnar Helgason, miðvörður Stjörnumanna, eftir sigurinn á Haukum í 1. deildinni í dag en með honum tryggði Garðabæjarliðið sér sæti í Landsbankadeildinni.

Guðni Rúnar gekk í raðir Stjörnunnar frá Fylki í lok júlí og hann reyndist Stjörnumönnum góður liðsstyrkur en þeir töpuðu ekki leik í deildinni með hann innanborðs. Stjarnan lék síðari umferðina, ellefu leiki, án taps en liðið tapaði síðast gegn Haukum í lokaleik fyrri umferðar, 4:5 í Garðabænum.

,,Ég samdi við Stjörnuna út tímabilið og nú mun ég væntanlega setjast niður með forráðamönnum liðsins og ræða næstu skref. Þessir ungu strákar sem ég spilaði með stóðu sig rosalega vel en í Landsbankadeildinni þarf að vera með stóran og sterkan hóp og Stjarnan þarf að fá einhvern liðsstyrk fyrir þá baráttu,“ sagði Guðni Rúnar við mbl.is eftir sigurinn á Haukum.

Það var ekki að sjá að þið væruð eitthvað taugatrekktir?

,,Það var rosalega góð einbeiting hjá okkur og í öllum leikjunum sem ég spilaði með liðinu var 100% einbeiting til staðar hjá strákunum. Það voru allir sem stefndu að þessu markmiði og við hugsuðum eingöngu um okkur sjálfa og vorum ekkert að hugsa um það hvað Selfoss var að gera. Við ákváðum bara að pressa Haukana og héldum því áfram í seinni hálfleik á móti vindinum þrátt fyrir að við værum 2:0 yfir

Nánar verður fjallað um árangur Stjörnunnar í Morgunblaðinu á mánudaginn.

Stjörnumenn höf'ðu ástæðu til að fagna í kvöld.
Stjörnumenn höf'ðu ástæðu til að fagna í kvöld. mbl.is
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert