Leikmenn Marseille söfnuðu fyrir bensíninu

Reuters

Leikmenn og forráðamenn franska stórliðsins Marseille í knattspyrnu þurftu á dögunum að leggja fram fé sem tryggingu til þess að komast heim til Frakklands eftir leik liðsins gegn Atletico Madrid á Spáni í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu.

Það var ekkert sérstaklega góð stemning hjá Marseille þegar þeir héldu út á Barajas-flugvöll eftir 2:1-tap liðsins og ástandið lagaðist ekki þegar þeir fengu þær fregnir frá flugáhöfninni að ekki væri hægt að fara af stað þar sem að olíufélagið Exxon hefði neitað að fylla eldsneytistanka flugvélarinnar. Ástæðan var sú að greiðslukort flugfélagsins fékk synjun í bókhaldskerfi Exxon og þar við sat. Leikmenn og fylgdarlið Marseille leystu málið með því að safna saman 3000 evrum í lausafé og greiddu þeir sjálfir fyrir eldsneytið á flugvélina.

Eric Gerets, þjálfari Marseille, var ekki sáttur þegar hann lét 100 evrur í söfnunina, en hann ætlaði sér að nota peningana til þess að kaupa eðalvindla á flugvellinum. „Ég hélt að ég væri að leika hlutverk í lélegri bíómynd. Ef við hefðum sigrað þá hefði ég ekki kippt mér upp við þetta, en það var erfiðara að takast á við þetta vandamál eftir tapleik,“ sagði Gerets.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert