Maradona tekur við landsliði Argentínu

Diego Maradona hefur lifað skrautlegu lífi á undanförnum árum.
Diego Maradona hefur lifað skrautlegu lífi á undanförnum árum. Reuters

Diego Maradona mun taka við þjálfun landsliðs Argentínu frá og með deginum í dag samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar. Maradona er 48 ára gamall og er þjóðhetja í heimalandi sínu eftir sigur Argentínumanna á heimsmeistaramótinu árið 1986.

Carlos Bilardo, þjálfari heimsmeistaraliðsins frá árinu 1986, sagði við fréttamenn í dag að búið væri að ráða Maradona sem þjálfara en Bilardo fundaði með forseta knattspyrnusambands Argentínu, Julio Grondona, í dag.

Alfio Basile sagði starfi sínu lausu eftir að Argentína tapaði gegn Chile í undankeppni heimsmeistaramótsins.  Noray Nakis er formaður landsliðsnefndar knattspyrnusambands Argentínu og lýsti hann yfir stuðningi við Maradona í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert