Ísland - Írland: Búið að selja á fjórða þúsund miða

Dóra María Lárusdóttir verður í eldlínunni í kvöld.
Dóra María Lárusdóttir verður í eldlínunni í kvöld. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Mikill áhugi er fyrir leik íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu gegn Írum sem fer fer á Laugardalsvellinum klukkan 18.10 í kvöld. Um hreinan úrslitaleik er að ræða en sigurliðið tryggir sér sæti í úrslitakeppni Evrópumóts landsliða sem fram fer í Finnlandi í ágúst á næsta ári. Rétt fyrir klukkan 14 höfðu 3.200 miðar selst á leikinn að sögn Ómars Smárasonar starfsmanns KSÍ.

Miðasala á leikinn er á midi.is og á Laugardalsvellinum þar sem miðasala hófst klukkan 12.

Áhorfendamet á kvennalandsleik hér á landi gæti fallið en metið er 6.000 sem mættu á leik Íslands og Serbíu á Laugardalvellinum í fyrra.

,,Veðrið í Laugardalnum er frábært. Sól og blíða. Völlurinn er fínn, hann er svolítið harður en það kemur ekki að sök. Ég hvet bara fólk að drífa sig í að kaupa miða og mæta á völlinn. Stelpurnar þurfa á stuðningi að halda,“ sagði Ómar við mbl.is.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert