„Kominn tími á jákvæðar fréttir“

Katrín Jónsdóttirþ
Katrín Jónsdóttirþ mbl.is

„Ég hafði aldrei skilið þetta með að það væri betra að spila á heimavelli en útivelli fyrr en síðustu tvö ár með landsliðinu,“ sagði Katrín Jónsdóttir, fyrirliði íslenska landsliðsins sem leikur seinni umspilsleikinn við Írland um sæti á EM, á Laugardalsvelli í dag kl. 18.10.

„Þá finnur maður hvað heimavöllurinn getur verið ótrúlega sterkur og fólk trúir því eflaust ekki hvað stuðningurinn skiptir miklu máli en að heyra 99% af fólkinu á vellinum styðja Ísland er bara alveg frábært. Ég vona innilega að það verði fjölmennt á völlinn,“ sagði Katrín Jónsdóttir.

„Auðvitað er pressa á okkur en hún kemur aðallega frá okkur sjálfum. Það er náttúrlega kominn tími á jákvæðar fréttir inn í þetta þjóðfélag eftir alla þessa neikvæðu umræðu um að allt sé að fara til fjandans. Það er sko ekki þannig og við ætlum að bjóða upp á jákvæðar fréttir,“ sagði Katrín.

Fyrri leiknum lauk með 1:1-jafntefli á Írlandi en fyrirliðinn segir það hafa lítil áhrif.

„Við förum í leikinn til að vinna og ég hef fulla trú á því að það takist. Við þurfum toppleik en við erum með sterkara lið,“ sagði Katrín. sindris@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert