Kristófer ráðinn þjálfari Reynis Sandgerði

Kristófer Sigurgeirsson hefur verið ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Reynis í Sandgerði í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Jafnframt því að þjálfa liðið mun Kristófer spila með Sandgerðisliðinu sem hafnaði í 7. sæti í 2. deildinni í sumar.

Kristófer, sem er 36 ára gamall, hefur verið aðstoðarþjálfari Fjölnis í Grafarvogi undanfarin tvö ár en hann hefur leikið með Breiðabliki, Fram og Fjölni og þá hann um tíma í Grikklandi. Hann á að baki 2 leiki með íslenska A-landsliðinu.

Bryngeir Torfason stýrði Reynisliðinu í sumar en var sagt upp störfum sinni partinn í júlí og var Elvar Grétarsson ráðinn til að stjórna liðinu út leiktíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert