Kristinn stóð fyrir sínu í Úkraínu

Kristinn Jakobsson dæmdi í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í …
Kristinn Jakobsson dæmdi í fyrsta sinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöld. Reuters

Kristinn Jakobsson komst vel frá sínu fyrsta verkefni í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í gærkvöld en íslenskt dómaratríó var á leik Shakhtar Donetsk og Basel sem fram fór í Úkraínu.

Heimaliðið Shakhtar vann þar stórsigur, 5:0, og tryggði sér sæti í UEFA-bikarnum með því að ná þriðja sæti riðilsins. Af sjónvarpsmyndum að dæma var Kristinn mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og aðstoðardómararnir Sigurður Óli Þórleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinnsson voru með allar ákvarðanir sem tengdust mörkunum fimm hárréttar.

Aðeins eitt gult spjald fór á loft í leiknum og varnarmaður Svisslendinganna fékk það réttilega fyrir að brjóta klaufalega á sóknarmanni Shakhtar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert