Tæp fjögur lið horfin

Tommy Nielsen úr FH og Guðjón Baldvinsson úr KR
Tommy Nielsen úr FH og Guðjón Baldvinsson úr KR mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Það er breytt landslag hjá mörgum íslenskum knattspyrnuliðum um þessar mundir – bæði hvað varðar fjárhag og leikmannamál. Eins og fram kom í ítarlegri úttekt Morgunblaðsins á hverju liði úrvalsdeildar karla fyrir sig hafa mörg þeirra orðið fyrir talsverðum skakkaföllum frá síðasta tímabili og ljóst er að ástandið í þjóðfélaginu er þar stærsti áhrifavaldurinn.

Fyrst og fremst hefur leið margra leikmanna legið af landi brott í vetur. Segja má að tæplega fjögur heil byrjunarlið séu horfin á brott frá síðasta tímabili. Stærstur hluti af því eru erlendir leikmenn sem snúa ekki aftur en þeir eru nálægt 30 talsins. Til viðbótar hefur á annan tug íslenskra leikmanna sem spiluðu í úrvalsdeildinni síðasta sumar samið við erlend félög í vetur. Þeim getur fjölgað enn áður en Íslandsmótið hefst.

Nánar er fjallað um málið í Mogganum í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert