„Þurfum að eiga okkar besta leik hvað eftir annað“

Sigurður Ragnar Eyjólfsson ásamt liði sínu.
Sigurður Ragnar Eyjólfsson ásamt liði sínu. Morgunblaðið/ Víðir Sigurðsson

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu leikur um 5. sætið í Algarve-bikarnum í Portúgal, gegn Kínverjum í fyrramálið. Það varð niðurstaðan eftir úrslitin í lokaumferð riðlakeppninnar í gær.

Íslandi nægði jafntefli gegn Danmörku til að leika um bronsverðlaunin en liðið lék sinn slakasta leik á mótinu til þessa og Danir unnu sanngjarnan sigur, 2:0.

„Við töpuðum og maður er aldrei sáttur við það en þetta voru sanngjörn úrslit,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari við Morgunblaðið.

Nánar er fjallað um mótið og rætt við Sigurð í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert