Naumur sigur Skota á Hampden, 2:1

Eiður Smári Guðjohnsen sækir að marki Makedóníu í síðasta leik …
Eiður Smári Guðjohnsen sækir að marki Makedóníu í síðasta leik Íslands í undankeppni HM. mbl.is/Brynjar Gauti

Skotar unnu nauman sigur á Íslandi, 2:1,  í undankeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu á Hampden Park í Glasgow í kvöld. Þeir eru þá komnir með 7 stig í öðru sæti 9. riðils en Ísland er áfram með 4 stig og í þriðja sætinu.

Ross McCormack kom Skotum yfir á 39. mínútu. Indriði Sigurðsson jafnaði metin fyrir Ísland á 54. mínútu eftir mikinn þrumufleyg Pálma Rafns Pálmasonar í stöng skoska marksins. Steven Fletcher skoraði síðan sigurmarkið á 65. mínútu, með skalla eftir hornspyrnu. Ísland fékk nokkur upplögð færi til að jafna metin á æsispennandi lokakafla leiksins en Skotar náðu að halda út og innbyrða sigurinn.

Lið Íslands:
Markvörður:
Gunnleifur Gunnleifsson.
Varnarmenn: Grétar Rafn Steinsson, Kristján Örn Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson, Bjarni Ólafur Eiríksson.
Miðjumenn: Pálmi Rafn Pálmason, Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen, Helgi Valur Daníelsson, Indriði Sigurðsson.
Framherji: Arnór Smárason.
Varamenn: Árni Gautur Arason, Jóhann Berg Guðmundsson, Ragnar Sigurðsson, Eggert Gunnþór Jónsson, Veigar Páll Gunnarsson, Theódór Elmar Bjarnason, Ármann Smári Björnsson.

Lið Skotlands: Craig Gordon - Alan Hutton, Gary Naysmith, Gary Caldwell, Stephen McManus, James Morrison, Scott Brown, Darren Fletcher, Ross McCormack, Kenny Miller, Steven Fletcher.

Staðan í 9. riðli.

Skotland 2:1 * opna loka
95. mín. Skotar náðu að herja út 2:1 sigur eftir gífurlega spennu á lokakaflanum þar sem íslenska liðið sótti án afláts og fékk nokkur góð færi til að jafna metin.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert