Hollensku landsliðsmennirnir á bæjarrölti

Robin van Persie, fyrir miðju, á rölti niður Bankastræti ásamt …
Robin van Persie, fyrir miðju, á rölti niður Bankastræti ásamt Andre Ooÿer og Phillip Cocu, aðstoðarþjálfara liðsins, sem virtist vera áhugasamur um símann. Eggert Jóhannesson

Hollensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu og fylgdarmenn þeirra slökuðu upp úr hádeginu í dag og gengu miðbæ Reykjavíkur. Nutu þeir veðurblíðunnar, litu í búðarglugga og snæddu síðan á veitingastað áður en þeir héldu á ný á hótel sitt hvar þeir halda áfram að búa sig undir viðureignina við Íslendinga á Laugardalsvelli annað kvöld. 

Hollensku leikmennirnir hafa neitað að ræða við íslenska fjölmiðla á meðan dvöl þeirra stendur hér á landi. Þeir voru misjafnlega hrifnir af því þegar ljósmyndari Morgunblaðsins rakst á þá á bæjarröltinu. Aðeins einn þeirra virtist afslappaður og var alveg sama þótt ljósmyndarinn væri að sniglast í kringum þá og það var stórstjarnan Robin van Persie, leikmaður Arsenal.

Flautað verður til leiks í viðureign Íslendinga og Hollendinga á Laugardalsvelli klukkan 18.45. 

Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, á gangi fyrir framan stjórnarráðið.
Dirk Kuyt, leikmaður Liverpool, á gangi fyrir framan stjórnarráðið. Eggert Jóhannesson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert