Zlatan á leið til Real Madrid

Zlatan Ibrahimovic.
Zlatan Ibrahimovic. Reuters

Real Madrid stendur í ströngu þessa dagana. Eftir að hafa gengið frá samningum við Brasilíumanninn Kaká og Portúgalann Cristiano Ronaldo eru forráðamenn Madridarliðsins nú búnir að setja sig í samband við Svíann Zlatan Ibrahimovic og vilja fá hann í sínar raðir frá Ítalíumeisturum Inter.

Eftir að Real Madrid fékk þau skilaboð frá Valencia í gær að spænski landsliðsmiðherjinn David Villa væri ekki til sölu voru forráðamenn nífaldra Evrópumeistara Real Madrid ekki lengi að hugsa sig um. Þeir höfðu samband við umboðsmann Zlatans og bendir flest til þess að framherjinn stóri og stæðilegi söðli um og fari til Real Madrid en hann hefur látið hafa eftir sér að hann vilji spila í spænsku deildinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert