Stjarnan burstaði KR 4:1 í Frostaskjóli

Björk Gunnarsdóttir sækir hér að marki KR en hún skoraði …
Björk Gunnarsdóttir sækir hér að marki KR en hún skoraði fyrsta mark kvöldsins. mbl.is/Eggert

KR og Stjarnan mættust í Pepsí deild kvenna í knattspyrnu á KR-vellinum klukkan 19.15. Leikurinn tilheyrði11. umferð deildarinnar. Stjarnan sigraði örugglega 4:1 og komst þar með upp að hliða Vals og Breiðabliks á toppi deildarinnar. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Stjarnan var 2:1 yfir í hálfleik. Mörk Garðabæjarliðsins skoruðu Björk Gunnarsdóttir, Guðríður Hannesdóttir, Eyrún Guðmundsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir en mark KR skoraði landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir.

Byrjunarlið KR:

Íris Dögg Gunnarsdóttir, Katrín Ásbjörnsdóttir, Guðný Guðleif Einarsdóttir, Fjóla Dröfn Friðriksdóttir, Hrefna Huld Jóhannesdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Mist Edvardsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Ólöf Gerður Jónsdóttir Ísberg, Rebekka Sverrisdóttir. 

Byrjunarlið Stjörnunnar:

Sandra Sigurðardóttir, Björk Gunnarsdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, Soffía Arnþrúður Gunnarsdóttir, Kristrún Kristjánsdóttir, Inga Birna Friðriksdóttir, Edda María Birgisdóttir, Anna Björk Kristjánsdóttir, Guðrún Hannesdóttir, Eyrún Gunnarsdóttir.

KR* 1:3 Stjarnan** opna loka
90. mín. Helga Franklínsdóttir (Stjarnan**) á skot framhjá Helga í dauðafæri á markteig en setti boltann yfir markið.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert