Tíu KR-ingar lögðu Víðismenn

Björgólfur Takefusa sækir að marki Víðis í leiknum í kvöld.
Björgólfur Takefusa sækir að marki Víðis í leiknum í kvöld. mbl.is/Víkurfréttir

KR komst í kvöld í 8-liða úrslitin í bikarkeppni karla í knattspyrnu, VISA-bikarnum, með því að sigra 2. deildarlið Víðis í Garði, 2:0, á Garðsvelli.

Björgólfur Takefusa skoraði undir lok fyrri hálfleiks og Guðmundur Pétursson í uppbótartíma. Stefán Logi Magnússon markvörður KR var rekinn af velli á 47. mínútu en tíu KR-ingar voru samt með leikinn í hendi sér að mestu til leiksloka.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is:

19.15 Víðir - KR 0:2

30. Markalaust í Garði en KR hefur sótt linnulítið. Heimamenn verjast af krafti og þeir björguðu á marklínu frá Björgólfi Takefusa á 26. mínútu.
41. KR nær forystunni. Atli Jóhannsson með sendingu fyrir mark Víðis frá vinstri á Björgólf Takefusa, sem tók boltann niður og  skoraði af öryggi, 0:1.
53. Stefán Logi Magnússon markvörður KR fær rautt spjald þegar hann brýtur á Víðismanni 10 metrum utan vítateigs. KR-ingar orðnir manni færri, Guðmundur Benediktsson var tekinn af velli og Atli Jónasson  markvörður kom í hans stað.
90. Guðmundur Pétursson komst innfyrir vörn Víðis í uppbótartíma og skoraði, 0:2.

Lið KR: Stefán Logi Magnússon, Skúli Jón Friðgeirsson, Mark Rutgers, Grétar S. Sigurðarson, Gunnar Kristjánsson, Bjarni Guðjónsson, Jónas Guðni Sævarsson, Atli Jóhannsson, Óskar Örn Hauksson, Guðmundur Benediktsson, Björgólfur Takefusa.
Varamenn: Atli Jónasson, Guðmundur Pétursson, Baldur Sigurðsson, Ingólfur Sigurðsson, Gunnar Örn Jónsson, Prince Rajcomar, Jordao Diogo.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert