Fjarðabyggð og Haukar skildu jöfn

Haukar hafa komið á óvart í sumar líkt og Fjarðabyggð.
Haukar hafa komið á óvart í sumar líkt og Fjarðabyggð. mbl.is/Eggert

Fjarðabyggð og Haukar gerðu 1:1 jafntefli á Eskifjarðarvelli í kvöld í þrettándu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Fjarðabyggð er því áfram í 2. sæti og Haukar í 3. sæti en þeir gætu misst HK upp fyrir sig síðar í kvöld. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

7. mín. Haukar fengu aukaspyrnu uppi við endalínuna við lítinn fögnuð heimamanna. Gestirnir nýttu hana vel því Pétur Ásbjörn Sæmundsson skoraði með skalla eftir fyrirgjöf úr aukaspyrnunni.

35. mín. Eftir fyrirgjöf frá vinstri náði Högni Helgason að koma boltanum yfir marklínuna og jafna metin fyrir Fjarðabyggð í 1:1 en áður en að markinu kom höfðu heimamenn átt þrjú góð færi til að skora.

Hálfleikur. Leikurinn hefur verið opinn og fjörugur fyrstu 45 mínúturnar en liðin létu sér nægja að skora eitt mark hvort.

Leik lokið. Engin mörk litu dagsins ljós í seinni hálfleik en Haukur Ingvar Sigurbergsson komst næst því að skora þegar hann skaut í þverslá marks Hauka um það bil tíu mínútum fyrir leikslok.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert