KR komið með 34 milljónir í höfn

KR-ingar hafa fært félaginu góðar tekjur með frammistöðu sinni í …
KR-ingar hafa fært félaginu góðar tekjur með frammistöðu sinni í Evrópudeildinni. mbl.is/Ómar

KR-ingar hafa tryggt sér minnst 34 milljónir króna í greiðslur frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna frammistöðu sinnar í Evrópudeildinni. Þeir slógu Larissa út í gær með jafntefli í Grikklandi, 1:1, og mæta Basel frá Sviss tvo næstu fimmtudaga. Félögin fá ákveðnar greiðslur fyrir hverja umferð í keppninni og þar sem KR-ingar munu leika í 3. umferð hafa þeir nú tryggt sér 34 milljónir, 17 milljónir fyrir hvora umferð.

„Það er rétt, þetta er nokkurn veginn sú upphæð sem er í húsi,“ sagði Kristinn Kjærnested, formaður knattspyrnudeildar KR, við Morgunblaðið í gærkvöld.

Leikið á KR-vellinum?

Leikur KR og Basel næsta fimmtudag fer að öllum líkindum fram á KR-vellinum, enda þótt KR-ingar ættu að geta fengið betri aðsókn og þar með meiri tekjur með því að spila á Laugardalsvellinum.

„Við þurftum að tilkynna um völl í gær (miðvikudag) og létum UEFA vita að leikurinn yrði á KR-vellinum ef við færum áfram. Við vorum hins vegar fyrst og fremst með hugann við leikinn í Grikklandi og nú erum við í raun á báðum áttum og munum væntanlega kanna möguleikann á að spila á Laugardalsvelli,“ sagði Kristinn Kjærnested.

Sjá nánari umfjöllun um leik Larissa og KR í átta síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert