Tankurinn tæmdist í góðum fyrri hálfleik

Rúrik Gíslason
Rúrik Gíslason Morgunblaðið/ Kristinn

Eftir fyrri hálfleik Íslands og Tékklands á KR-vellinum í gær í undankeppni EM U21-landsliða í knattspyrnu var undirritaður farinn að undirbúa lofræðu um frábæra frammistöðu íslenska liðsins í þessum fyrsta leik þess í riðlinum.

Allt annað var hins vegar upp á teningnum í seinni hálfleiknum. Þá skoruðu Tékkar mörkin tvö sem skildu að og íslenska liðið átti ekki eitt einasta skot og ekki annað að sjá en bensínið væri búið á tanki íslensku strákanna.

 „Fyrri hálfleikurinn var alveg rosalega góður. Þá héldum við boltanum vel og sóknirnar voru mjög vel útfærðar. Okkur tókst að draga þá í sundur og fengum dauðafæri sem við hefðum átt að nýta,“ sagði Eyjólfur Sverrisson þjálfari sem tekinn er við liðinu á ný en hann stýrði U21 landsliðinu síðast 2005 og tók svo við A-landsliðinu. Ítarlega er fjallað um leikinn í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert