Skoraði eftir 2 sekúndur

Nawaf Al Abed fagnar marki sínu. Myndin er tekin af …
Nawaf Al Abed fagnar marki sínu. Myndin er tekin af YouTube.

Leikmaður í sádi-arabísku úrvalsdeildinni í knattspyrnu setti án efa heimsmet á laugardag þegar hann skoraði mark tveimur sekúndum eftir að dómarinn flautaði til leiks.

Breskir fjölmiðlar segja, að Nawaf Al Abed, sem er 21 árs leikmaður liðsins Al Hilal, hafi séð að markmaður andstæðinganna í liði Al Shoalah hafi verið býsna framarlega á vellinum í upphafi leiksins. Þegar dómarinn flautaði leikinn á prófaði Nawaf að skjóta beint á markið og þar lenti boltinn.  

Al Hilals vann leikinn 4:0. Hægt er að sjá markið á YouTube

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert