Sarkozy bað Íra afsökunar á sigri Frakka

Nicolas Sarkozy.
Nicolas Sarkozy. AP

Forseti Frakklands, Nicolas Sarkozy, bað Brian Cowen forsætisráðherra Írlands afsökunar á sigri Frakka gegn Írum í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer á næsta ári í Suður-Afríku. Sarkozy sagði ennfremur að ekki kæmi til greina að endurtaka leikinn. Sigurmark Frakka í 2:1 sigri liðsins var afar umdeilt þar sem að Thierry Henry lagði boltann fyrir sig með hendinni áður en hann gaf á William Gallas sem skoraði með skalla af stuttu færi.

Cowen tók málið upp á fundi Evrópusambandsins í Brussel og óskaði eftir því að Sarkozy myndi beita sér fyrir því að leikurinn færi fram að nýju. „Ég sagði við Cowen að ég fyndi til með Írum, en ég ætla ekki að taka að mér að vera dómari leiksins og yfirvald knattspyrnumála í Frakklandi.

Cowen ætlar að styðja við bakið á knattspyrnusambandi Írlands sem ætlar að senda greinargerð vegna leiksins til stjórnar FIFA og fara Írar fram á að leikurinn verði endurtekinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert