Á fótboltinn að færa sér tæknina í nyt?

Thierry Henry.
Thierry Henry. Reuters

Thierry Henry lagði þá boltann fyrir sig með hendinni, ekki einu sinni heldur tvívegis, og sendi hann á William Gallas sem skallaði í netið.

Mikið hefur verið rætt og ritað um leikinn og Írar eru vægast sagt súrir yfir því að hafa fallið úr leik með þessu svindlmarki og hafa biðlað til Alþjóða knatttspyrnusambandsins, FIFA, um að leikurinn verði endurtekinn. FIFA ætlar hins vegar ekki að verða við beiðni þeirra. Úrslitin standa og Frakkar verða á meðal þátttökuþjóðanna 32 sem leika í Suður-Afríku en Írar sitja eftir með sárt ennið.

,,Það er ekki nokkur leið að láta endurtaka leikinn. Slíkt myndi skapa algjört öngþveiti í fótboltanum. Reglur FIFA eru mjög skýrar. Regla 5 segir að ákvörðun dómara um atvik leiksins sé endanleg. Það segir allt. Það er ekki hægt að endurtaka leik á þessum forsendum,“ sagði talsmaður FIFA.

Þetta atvik hefur kallað á síendurtekna umræðu um það hvort knattspyrnan eigi að færa sér tæknina í nyt og að dómurum verði kleift að sjá umdeild atvik eins og þetta á sjónarpsskjá.

Morgunblaðið leitaði álits hjá nokkrum sparkspekingum og milliríkjadómurum um þessi mál en margir álíta sem svo að aðalslagorð FIFA, háttvísi, hafi beðið hnekki og þetta mjög svo umdeilda mark hafi sett ljótan blett á þessa frábæru íþrótt.

Fjallað er um málið á baksíðu íþróttablaðs Morgunblaðsins í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert