AIK vann stórbikarinn

Hjálmar Jónsson, til hægri, er reyndasti leikmaður Gautaborgar.
Hjálmar Jónsson, til hægri, er reyndasti leikmaður Gautaborgar. Heimasíða Gautaborgar

Sænsku meistararnir og  bikarmeistararnir í AIK sigruðu Íslendingaliðið IFK Gautaborg, 1:0, í opnunarleik sænska knattspyrnutímabilsins á Råsunda-leikvanginum í Solna í gær.

AIK hélt þar með taki sínu á Gautaborgarliðinu en síðasta haust vann Stokkhólmsliðið úrslitaleiki liðanna, fyrst í bikarkeppninni, og svo í lok baráttunnar um sænska meistaratitilinn. Flavio skoraði sigurmarkið á 22. mínútu.

Íslendingarnir þrír hjá IFK Gautaborg, Ragnar Sigurðsson, Hjálmar Jónsson og Theódór Elmar Bjarnason, léku allir allan leikinn. Hjálmar fékk gula spjaldið í leiknum en hann er sá leikmaður Gautaborgar sem hefur leikið lengst með liðinu. Hjálmar er nú að hefja sitt níunda tímabil í búningi félagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert