Arnór fær sig lausan í vor

Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu.
Arnór Smárason í leik með íslenska landsliðinu. mbl.is/hag

Arnór Smárason, knattspyrnumaður hjá Heerenveen í Hollandi, komst í gær að samkomulagi við framkvæmdastjóra félagsins um að fá að fara frá félaginu að þessu tímabili loknu, án greiðslu.

 Arnór hefur verið í röðum Heerenveen frá 15 ára aldri en hann er 21 árs og spilaði 21 deildaleik með liðinu á síðasta tímabili, og skoraði 5 mörk í úrvalsdeildinni. Hann hefur alveg misst af yfirstandandi tímabili vegna meiðsla en lék í gærkvöld sinn fyrsta leik síðan í júní þegar hann spilaði einn hálfleik með varaliði félagsins.

Heerenveen þarf að láta stóran hóp leikmanna fara eftir þetta tímabil vegna fjárhagsörðugleika og þess vegna náði Arnór þessu samkomulagi við félagið. vs@mbl.is

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert