Lið Brann í 14 tíma rútuferð vegna gossins í Eyjafjallajökli

Ólafur Örn Bjarnason leikmaður Brann.
Ólafur Örn Bjarnason leikmaður Brann. www.brann.no

Askan frá gosinu í Eyjafjallajökli hefur víða áhrif utan landsteinanna. Íslendingaliðið Brann tapaði 3:0 fyrir Rosenborg í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu gærkvöld og í morgun til stóð að liðið færi með flugi frá Þrándheimi til Bergen.

Askan frá gosinu er hins vegar farin að trufla flugsamgöngur á Norðurlöndunum og fleiri stöðum í heiminum og í stað þess að fljúga til Bergen í morgun þarf Brann-liðið að fara í 14 klukkustunda rútuferð.

Með Brann leika þrír íslenskir knattspyrnumenn, Ólafur Örn Bjarnason, Gylfi Einarsson og Birkir Már Sævarsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert