ÍA og Þór skildu jöfn, 1:1

Andri Júlíusson - liggur, nýbúinn að skora
Andri Júlíusson - liggur, nýbúinn að skora Ómar Óskarsson

ÍA og Þór áttust við í 1. deild karla í fótbolta í kvöld en leikurinn endaði 1:1. Atli Sigurjónsson skoraði mark Þórs á 5. mínútu en Andri Júlíusson jafnaði fyrir ÍA á 63. mínútu. Skagamenn hafa enn ekki náð að vinna leik í deildinni en liðið er með 2 stig í næst neðsta sæti deildarinnar. Þór er með 8 stig í fjórða sæti deildarinnar. Fylgst var með gangi mála í beinni lýsingu á mbl.is.

90. mín. Andri Júlíusson skaut í varnamann Þórs eftir skyndisókn ÍA. Boltinn fór rétt framhjá. Stefán Örn Arnarson átti síðan skalla að marki Þórs sem fór framhjá.

90. mín: Jóhann Hannesson skaut í stöng á marki Skagamanna.

90. mín: Igor Pesic fær gult spjald í liði ÍA.Ármann Pétur fær gult spjald í liði Þórs.


87 mín. Ármann Ævarsson komst í fínt færi en Árni Snær markvörður ÍA varði vel. 

82. mín:
Jóhann Hannessson framherji Þórs slapp í gegnum vörn ÍA en Andri Geir Alexandersson bjargaði ÍA fyrir horn.

80. mín. Það eru tíu mínútur eftir af leiknum og liðin hafa skipts á um að sækja að undanförnu. Skagavörnin virkar óörugg og Þórsarar hafa sótt í sig veðrið á undanförnum mínútum.

70. mín.
Tvöföld skipting hjá Þór. Ottó Reynisson fór af velli ásamt Sigurði Kristjánssyni. Trausti Örn Þórðarson og Kristján Steinn Magnússon komu inná.

68. mín: Ragnar Leósson kemur inná, Arnar Guðjónsson fer af velli í liði ÍA.

67. mín.
Frábær markvarsla hjá Birni hjá Þór. Ólafur Valur Valdimarsson átti skot af stuttu færi en Björn varði vel.

64. mín: Guiseppe Funicello leikmaður Þórs fær gult spjald.

63. mín: 1:1. Andri Júlíusson jafnar fyrir ÍA. Andri fékk sendingu inn fyrir flata vörn Þórs og vippaði boltanum yfir markvörðinn Björn Sveinsson.

60. mín: Stefán Örn Arnarson kemur inná í liði ÍA. Hjörtur Hjartarson fer af velli.

58. mín: Þorsteinn Ingason fékk gult spjald í liði Þórs. Dæmd var aukaspyrna á Þorstein, Andri Júlíusson tók aukaspyrnuna og skotið fór rétt framhjá. Besta færi Skagamanna í leiknum.

57. mín: Andri Júlíusson fékk gult spjald í liði ÍA.

55. mín.
Jóhann Hannesson fékk fínt færi en skot hans fór rétt framhjá  marki Skagamanna.

47. mín:
Skagamaðurinn Andri Geir Alexandersson fékk gult spjald.

46. mín: Síðari hálfleikur er byrjaður. Skagamenn gera eina breytingu. Guðmundur Böðvar Guðjónsson fór útaf, Aron Ýmir Pétursson kom inná í hans stað.

45. mín: Fyrri hálfleik er lokið. Þórsarar eru 1:0 yfir en Atli Sigurjónsson skoraði markið á 5. mín.

42. mín: Guðmundur Böðvar Guðjónsson átti skot yfir mark Þórs. Annað skotið sem Skagamenn eiga að marki og í bæði skiptin eru það langskot utan af velli sem fara yfir.

40. mín: Jóhann Hannesson skallaði boltann framhjá eftir hornspyrnu Þórsara. Gestirnir eru mun hættulegri í öllum sínum aðgerðum.  

35. mín: Ottó Reynisson tók hornspyrnu fyrir Þór og boltinn fór í þverslána.

30. mín: Staðan er 0:1. Stuðningsmenn Þórs eru öflugir í stúkunni en það fer minna fyrir heimamönnum.

25. mín. Sóknarleikur ÍA er frekar máttlaus og langar spyrnur úr varnarlínu er það sem boðið er uppá. Þórsarar eru mun sterkari aðilinn það sem af er leiks. Skagamenn hafa ekki náð að skjóta á markið.

20. mín: Ottó Reynisson framherji Þórs komst í ákjósanlegt færi en varnarmenn ÍA náðu að bjarga á síðustu stundu.

15. mín: Fátt markvert hefur gerst frá því að Þórsarar komust yfir á 5. mínútu.

9.mín: Andri Júlíusson fékk boltann í vítateignum og virtist vera felldur af varnarmanni Þórs. Dómari leiksins sá ekkert athugavert en Skagamenn vildu fá dæmda vítaspyrnu.

5. mín: 0:1. Atli Sigurjónsson skoraði mark úr aukaspyrnu sem dæmd var á Skagamenn rétt fyrir utan vítateig. Atli skaut lausu skoti í fjærhornið yfir varnarvegg Skagamanna. Vel útfært skot en Árni markvörður ÍA hefði átt að gera betur í þessu tilviki.

1. mín: Baldvin Ólafsson leikmaður Þórs braut illa á Andra Júlíussyni og fékk Baldvin aðeins tiltal frá dómara leiksins í stað þess að lyfta gula spjaldinu á loft. 

1. mín: Örvar Sær Gíslason dómari hefur flautað til leiks. Skagamenn leika í átt að Akraneshöllinni. Aðstæður eru fínar. Nánast logn, skýjað og hiti um 10 stig.  

Byrjunarlið ÍA:  Árni Snær Ólason - Guðjón Heiðar Sveinsson, Igor Pesic, Andri Júlíusson, Ísleifur Guðmundsson, Hjörtur Hjartarson, Arnar Már Guðjónsson, Ólafur Valur Valdimarsson, Guðmundur Guðjónsson, Einar Logi Einarsson, Andri Geir Alexandersson. Varamenn: Aron Ýmir Pétursson, Ragnar Leósson, Andri Adolphsson, Stefán Arnarson, Gísli Þór Gíslason.

Byrjunarlið Þórs: Björn Hákon Sveinsson – Ármann Sævarsson, Nenad Zivanovic, Þorsteinn Ingason, Ottó Reynisson, Guiseppe Funicello, Baldvin Ólafsson, Gísli Helgason, Sigurður Kristjánsson, Atli Sigurjónsson, Jóhann Helgi Hannesson. Varamenn: Sveinn Elías Jónsson, Sveinn Óli Birgisson, Trausti Örn Þórðarson, Kristján Steinn Magnússon, Guðmundur Ragnar Vignisson.

 
Þórsarar fagna marki sem Nenad Zivanovic skoraði. Frá vinstri: Sigurður …
Þórsarar fagna marki sem Nenad Zivanovic skoraði. Frá vinstri: Sigurður Marinó Kristjánsson, Jóhann Helgi Hannesson, Trausti Þórðarson, Atli Sigurjónsson og Nenad Zivanovic. Skapti Hallgrímsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert