Fjórir Skagamenn í leikbann

Andri Júlíusson fékk eins leiks bann.
Andri Júlíusson fékk eins leiks bann. mbl.is/Ómar

Fjórir Skagamenn voru í dag úrskurðaðir í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd KSÍ en þrír þeirra fengu rauða spjaldið í síðasta leik ÍA í 1. deildinni.

Það eru þeir Páll Gísli Jónsson markvörður, Stefán Örn Arnarson og Þórður Þórðarson þjálfari en þeir verða allir í banni þegar ÍA sækir Gróttu heim á fimmtudagskvöldið. Þá fékk Andri Júlíusson eins leiks bann vegna fjögurra gulra spjalda. Hann getur spilað gegn Gróttu en tekur bannið út í næsta leik, gegn ÍR.

Tveir aðrir leikmenn í 1. deild fengu bann vegna rauðra spjalda, Haukur Ólafsson úr ÍR og Daniel Sakaluk úr Fjarðabyggð, og þeir spila því hvorugur með liðum sínum á fimmtudagskvöld. Þá fengu Guðmundur Óli Steingrímsson úr KA og Dusan Ivkovic úr Þrótti R. bann vegna fjögurra gulra spjalda en þeir taka það ekki út fyrr en í næstu umferð á eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert