Olsen: Íslendingarnir eru góðir

Aron Einar Gunnarsson þakkar áhorfendum á Laugardalsvelli í leikslok í …
Aron Einar Gunnarsson þakkar áhorfendum á Laugardalsvelli í leikslok í gærkvöld. mbl.is/Golli

Morten Olsen, landsliðsþjálfari Dana í knattspyrnu, hefur varað sína menn við því að þeir eigi fyrir höndum erfiðan leik gegn Íslendingum á Parken á þriðjudagskvöldið, eftir að hafa fylgst með viðureign Íslands og Noregs í gærkvöld.

„Þetta íslenska lið er gott og skipað leikmönnum sem eru viljugir og hlaupa mikið. Þeir eru með góða kynslóð ungra leikmanna, hafa náð í eina þrjá til fjóra úr 21-árs landsliðinu sínu, og eru þar með tæknilega mjög góða leikmenn. Og þeir voru miklu betri en Norðmenn, sérstaklega í fyrri hálfleik," sagði Olsen við TV2 í Danmörku.

„Þetta var viðvörun til okkar og allir mínir leikmenn hafa séð leikinn. Íslenska liðið gaf eftir á lokasprettinum en í heildina er það mun betra en norska liðið," sagði Olsen.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert