Miðasala hafin á leik Íslands og Portúgals

Leikmenn íslenska landsliðsins ásamt lukkupollum fyrir leikinn gegn Norðmönnum.
Leikmenn íslenska landsliðsins ásamt lukkupollum fyrir leikinn gegn Norðmönnum. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Í dag hófst miðasala á leik Íslands og Portúgals í undankeppni Evrópumóts karlalandsliðs í knattspyrnu  Leikurinn fer fram þriðjudaginn 12. október á Laugardalsvelli og hefst kl. 19:45.  Miðasala fer fram í gegnum miðasölukerfi midi.is/.

Fastlega má reikna með því að stórstjarnan Cristiano Ronaldo komi með Portúgölum á Laugardalsvöllinn. Hann lék ekki tvo fyrstu leiki Portúgala í undankeppninni, gegn Kýpur og Noregi, vegna meiðsla en kappinn hefur nú náð sér af þeim og spilar með Real Madrid á morgun.

Ísland og Portúgal hafa tvívegis áður mæst á knattspyrnuvellinum en það var fyrir undankeppni Ólympíuleikana 1988. Portúgalar höfðu betur í báðum leikjunum, 1:0, á Laugardalsvelli og 2:1 í Portúgal.

Það eru þrjú miðaverð í boði á leikinn og er 500 króna afsláttur á miðaverði ef keypt er í forsölu á netinu.  Börn 16 ára og yngri fá miða með 50% afslætti og reiknast sá afsláttur af fullu verði.

Miðaverð (í forsölu til og með 11. október)
Rautt Svæði, 5.000 kr (4.500 í forsölu)
Blátt Svæði, 3.500 kr (3.000 í forsölu)
Grænt Svæði, 2.000 kr (1.500 í forsölu)

50% afsláttur er fyrir börn, 16 ára og yngri. (afsláttur reiknaður frá fullu verði).

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert