Kolbeinn skoraði fimm mörk fyrir AZ Alkmaar

Kolbeinn Sigþórsson, til hægri, í leik með AZ Alkmaar.
Kolbeinn Sigþórsson, til hægri, í leik með AZ Alkmaar. www.uefa.com

Kolbeinn Sigþórsson fór á kostum með liði AZ Alkmaar í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. AZ Alkmaar skellti Venlo, 6:1, á heimavelli og gerði Kolbeinn sér lítið fyrir og skoraði fimm mörk og Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eitt.

Kolbeinn skoraði þrjú fyrstu mörkin í leiknum á 5.,13., og 26. mínútu. Gestirnir náðu að laga stöðuna á 37. mínútu en Kolbeinn skoraði sitt fjórða mark á 47. mínútu og það fimmta á 69. mínútu en í millitíðinni skoraði Jóhann Berg.

Frammistaða Kolbeins í leiknum var hreint mögnuð og á hún örugglega eftir að vekja heimsathygli enda sjaldgæft að leikmaður skori fimm mörk í efstu deild og hollenska deildin þykir vera sterk á evrópskan mælikvarða.

Kolbeinn hefur þar með skorað 9 mörk fyrir AZ Alkmaar í deildinni og er markahæsti leikmaður liðsins en hann lék allan tímann en Jóhanni Berg var skipt útaf á 67. mínútu

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert