Ungverjaland númeri of stórt

Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á ekki sjö dagana sæla í starfi. …
Ólafur Jóhannesson landsliðsþjálfari á ekki sjö dagana sæla í starfi. Enn eitt tapið er staðreynd og ljóst að mikið þarf að gerast svo íslenska liðið fari að vinna leiki. mbl.is

Ungverjar og Íslendingar mætust í vináttulandsleik í knattspyrnu karla á Ference Puskas-leikvanginum í Búdapest kl. 17.45. Ungverjar höfðu mikla yfirburði og unni sanngjarnan 4:0 sigur. Mistök leikmanna Íslands voru of mörk og of stór og því fór sem fór.  

Eins og segir í fyrirsögninni var Ungverjaland númari of stórt. Ef til vill nokkrum miðað við lokatölur. Enginn leikmaður íslenska liðsins átti sérstakan dag en líklega var það Stefán Logi Magnússon, markvörður liðsins og Birkir Bjarnason sem gerðu fæst mistök. Þá var Eiður Smári Guðjohnsen og Jóhann Berg Guðmundsson ágætir í fyrri hálfleik.

Fylgst var með leiknum í beinni textalýsingu á mbl.is.

Byrjunarlið Íslands: Stefán Logi Magnússon - Birkir Már Sævarsson, Indriði Sigurðsson, Hermann Hreiðarsson, fyrirliði, Eggert Gunnþór Jónsson, Aron Einar Gunnarsson, Eiður Smári Guðjohnsen,  Birkir Bjarnason, Rúrik Gíslason, Jóhann Berg Guðmundsson, Heiðar Helguson.


Ungverjaland 4:0 Ísland opna loka
90. mín. Leik lokið Ekki sekúndu bætt við venjulegan leiktíma enda allir komnir með nóg líklega, þar með talinn Wolfgang Stark dómari leiksins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert