Grátlegt tap fyrir Noregi

Rúrik Gíslason þrumar boltanum að marki Noregs á 3. mínútu …
Rúrik Gíslason þrumar boltanum að marki Noregs á 3. mínútu leiksins. Litlu munaði að hann kæmi Íslandi yfir. mbl.is/Sjur Stölen

Noregur og Ísland mætust í H-riðli undankeppni Evrópumóts karla í fótbolta á Ullevaal-leikvanginum í Ósló klukkan 18.00. Eftir mjög góða frammistöðu íslenska liðsins þurfu þeir að horfa á eftir stiginu þegar Mohammed Abdellaoue skoraði úr vítaspyrnu á 88. mínútu. Lokatölur 1:0 og mjög mikilvæg þrjú stig fyrir Norðmenn í toppbaráttunni í riðlinum.

Íslenska liðið spilaði hinsvegar mjög vel varnarlega í leiknum en brot Stefáns Loga Magnússonar inní vítateig varð þeim að falli. Ísland fékk ekki mörg færi í leiknum og höfðu sóknarmenn liðsins ekki úr miklu að moða. Að sama skapi stóðu varnarmenn liðsins sig mjög vel og einnig Eggert Gunnþór Jónsson og Helgi Valur Daníelsson sem spiluðu aftarlega á miðjunni.

Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is.

Lið Íslands: Stefán Logi Magnússon -  Birkir Már Sævarsson, Sölvi Geir Ottesen, Indriði Sigurðsson, Hjörtur Logi Valgarðsson - Eggert Gunnþór Jónsson, Eiður Smári Guðjohnsen fyrirliði, Helgi Valur Daníelsson - Rúrik Gíslason, Kolbeinn Sigþórsson, Jóhann Berg Guðmundsson.
Varamenn: Hannes Þór Halldórsson (m), Veigar Páll Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Arnór Sveinn Aðalsteinsson, Hallgrímur Jónasson, Steinþór Freyr Þorsteinsson, Matthías Vilhjálmsson.

Lið Noregs: Rune Jarstein, Tom Högli, Kjetil Wæhler, Brede Hangeland, Henning Hauger, Mohammed Abdellaoue, Espen Ruud, Alexander Tettey, Christian Grindheim, Erik Huseklepp, Jonathan Parr.
Varamenn: Espen Bugge Pettersen, Vadim Demidov, John Carew, Simen Brenne, Ruben Yttergård Jensen, Daniel Braaten.

Noregur 1:0 Ísland opna loka
90. mín. Helgi Valur Daníelsson (Ísland ) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert