Indriði fær nýjan þjálfara

Indriði Sigurðsson í baráttu við Cristiano Ronaldo.
Indriði Sigurðsson í baráttu við Cristiano Ronaldo. mbl.is/Golli

Norska liðið Viking frá Stavanger, þar sem Indriði Sigurðsson er fyrirliði, hefur ákveðið að segja upp þjálfaranum Åge Hareide í kjölfarið á slæmum úrslitum að mati forráðamanna félagsins.

Viking hefur unnið 4 af 12 leikjum sínum í norsku úrvalsdeildinni til þessa og er í 10. sæti. Liðið hefur aðeins skorað 9 mörk í deildinni. Þá á félagið í miklum fjárhagserfiðleikum.

Viking stefnir á að vera búið að semja við nýjan þjálfara fyrir leikinn við Rosenborg 30. júní. Kjell Jonevret sem áður lék með Viking og þjálfaði Molde er orðaður við stöðuna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert