Tíu marka sigur Íslands í Búlgaríu

Margrét Lára Viðarsdóttir í leik Íslands og Búlgaríu í fyrra …
Margrét Lára Viðarsdóttir í leik Íslands og Búlgaríu í fyrra en hún gerði þá 4 mörk í 6:0 sigri Íslands. mbl.is/Ómar

Ísland vann mikinn yfirburðasigur, 10:0, á Búlgörum, þegar þjóðirnar mættust í undankeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu í Lovech í Búlgaríu í dag. Þar með endurheimti Ísland efsta sætið í 3. riðli keppninnar.

Ísland er með 19 stig, Noregur 18 og Belgía 17 þegar tveimur umferðum er ólokið í riðlinum. Noregur tekur á móti Belgíu og síðan Íslandi í síðustu leikjunum 15. og 19. september.

Margrét Lára Viðarsdóttir, Katrín Jónsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir skoruðu 2 mörk hver í dag og þær Dagný Brynjarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Kristín Ýr Bjarnadóttir og Dóra María Lárusdóttir gerðu sitt markið hver.

Lið Íslands: Þóra B. Helgadóttir - Rakel Hönnudóttir, Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir fyrirliði, Þórunn Helga Jónsdóttir - Fanndís Friðriksdóttir, Edda Garðarsdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir - Margrét Lára Viðarsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir.
Varamenn: Sandra Sigurðardóttir (m), Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir, Elín Metta Jensen, Kristín Ýr Bjarnadóttir, Sandra María Jessen.

Lið Búlgaríu: Roksana Shahanska - Stanislava Tsekova, Lidiya Necheva, Nikoleta Voyskova, Silvia Radoyska fyrirliði, Borislava Kireva, Liliana Kostova, Kremena Prodanova, Kristina Petrunvoa, Radoslava Slavcheva, Todora Todorova.
Varamenn: Stanimira Matarova, Monika Razhgeva, Simona Petkova, Denitsa Semkova, Valentina Asenova, Zlatka Gaberova, Krastina Ivanova.

Búlgaría 0:10 Ísland opna loka
90. mín. Kremena Prodanova (Búlgaría) fer af velli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert